Heiðartún 5 - ósk um aukningu byggingarmagns

Málsnúmer 2020020571

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 332. fundur - 26.02.2020

Lagt fram erindi Steinmars H. Rögnvaldssonar dagsett 20. febrúar 2020, f.h. lóðarhafa Heiðartúns 5, þar sem óskað er eftir að heimilt verði að byggja 250 m² hús ásamt u.þ.b. 66 m² kjallara. Samkvæmt skilmálum deiliskipulags er heimilt að byggja 280 m² á lóðinni.
Þar sem fyrirhugað byggingarmagn umfram 280 m² er neðanjarðar telur skipulagsráð að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er því ekki talin þörf á að breyta deiliskipulagi svæðisins, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.