Norðurvegur 6-8 - fyrirspurn til skipulagsráðs

Málsnúmer 2020020403

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 332. fundur - 26.02.2020

Erindi dagsett 12. febrúar 2020 þar sem Sævar Helgason óskar eftir heimild til að breyta Norðurvegi 6-8 í Hrísey úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á húsnæðinu aðrar en almennt viðhald og gildandi teikningar því þar með gildar.
Að mati skipulagsráðs er forsenda breytingar í íbúðarhús að gerð verði breyting á aðal- og deiliskipulagi þar sem lóðin er núna skilgreind sem þjónustulóð. Í kjölfarið væri hægt að sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins.