Sandgerðisbót - breyting á deiliskipulagi, göngustígar við smábátahöfn

Málsnúmer 2020020137

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 331. fundur - 12.02.2020

Umhverfis- og mannvirkjasvið óskar eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem felur í sér breytingar á gönguleið meðfram Sandgerðisbót með það að markmiði að auka öryggi óvarðra vegfarenda.
Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar sem fyrir liggur samþykki hafnarstjóra og Norðurorku er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar endanleg skipulagsgögn liggja fyrir.