Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

Málsnúmer 2020010637

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3670. fundur - 06.02.2020

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 30. janúar 2020 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0064.html
Bæjarráð Akureyrar tekur undir þingsályktunartillöguna og hvetur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að meta hvort og hvernig unnt sé að veita sveitarfélögum heimild til að innheimta umhverfisgjöld.