Jaðarsíða 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020010453

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Erindi dagsett 22. janúar 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Stefáns Þórs Guðmundssonar leggur inn fyrirspurn varðandi lóð nr. 2 við Jaðarsíðu. Stefán Þór hefur sótt um lóðina en óskar eftir að breyta henni í parhúsalóð og að nýtingarhlutfall hækki úr 0.40 í 0.44. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsráð samþykkir að breyta deiliskipulagi til samræmis við erindið. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. laganna þegar umsækjandi hefur lagt fram fullnægjandi skipulagsuppdrátt.