Bridgefélag Akureyrar - kjördæmamót Bridgesambands Íslands á Akureyri 2020

Málsnúmer 2020010357

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 71. fundur - 05.02.2020

Erindi frá Stefáni Vilhjálmssyni formanni Bridgefélags Akureyrar með ósk um styrk vegna kjördæmamóts Bridgesambands Íslands á Akureyri 16.- 17. maí 2020.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við beiðni um afslátt eða niðurfellingu á leigugjaldi.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 8. fundur - 25.04.2022

Erindi frá Stefáni Vilhjálmssyni formanni Bridgefélags Akureyrar með ósk um styrk vegna kjördæmamóts Bridgesambands Íslands á Akureyri 21.- 22. maí 2022.

Frístundaráð Akureyrarbæjar tók fyrir og afgreiddi sambærilegt erindi frá Brigdefélagi Akureyrar á 71. fundi sínum þann 5. maí 2020 vegna sama móts sem átti að fara fram í maí árið 2020 en var frestað vegna Covid.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og frístundaráð samþykkir að veita 30% afslátt af uppgefnu verði.