Breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2020010313

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 71. fundur - 17.01.2020

Tekið fyrir fyrirhugað frumvarp um breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að senda inn ábendingar vegna góðs árangurs Akureyrarbæjar í sorpmálum og mögulegum undanþágum vegna þeirra liða þar sem Akureyrarbær uppfyllir lokamarkmið frumvarpsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 93. fundur - 29.01.2021

Umræður um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna umsögn við lögin í samræmi við umræður á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir minnisblaði í framhaldinu hvað varðar kostnað og tölulegar upplýsingar um sorphirðu á Akureyri.