Barnaskýrsla UNICEF

Málsnúmer 2020010102

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 1. fundur - 03.12.2019

Ungmennaráð mun skila skýrslu til UNICEF um þátttöku þeirra í verkefnum sem snúa að stefnumótun og stjórnsýslu bæjarins í tengslum við innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í verkefni Barnvæns sveitarfélags. Vinnan við þá skýrslu skal lokið í enda janúar.
Ungmennaráð ræddi þá þætti sem nauðsynlegt er að komi fram í lokaskýrslu UNICEF og mun skila þeirri skýrslu af sér í janúar.

Ungmennaráð - 2. fundur - 07.01.2020

Ungmennaráð skilar sérstakri barnaskýrslu til UNICEF um þátttöku barna og ungmenna í innleiðingu Barnvæns sveitarfélags. Skil á skýrslu verða í lok janúar og þarf að ákveða með hvaða hætti skilin verða.
Ungmennaráð samþykkti einróma að skila barnaskýrslu til UNICEF á skriflegu formi og mun sú vinna hefjast í janúar.

Ungmennaráð - 3. fundur - 10.02.2020

Ungmennaráð skilar sérstakri barnaskýrslu til UNICEF um þátttöku barna og ungmenna í innleiðingu Barnvæns sveitarfélags. Kynnt voru drög að skýrslunni.
Barnaskýrslu ungmennaráðs til UNICEF telst lokið og voru drögin samþykkt án athugasemda.

Ungmennaráð - 21. fundur - 14.10.2021

Kynning og umræða um UNICEF Akademíuna sem er rafrænn fræðsluvettvangur UNICEF þar sem boðið eru upp á námskeið um Barnasáttmálann og réttindi barna.

Ungmennaráð - 21. fundur - 14.10.2021

Kynning og umræða um vinnustofur ungmennaráða sem verða haldnar í barnvænum sveitarfélögum í byrjun árs 2022.

Ungmennaráð - 21. fundur - 14.10.2021

Kynning og umræða um CAYAB sem er alþjóðlegur ráðgjafahópur ungmennaráða.

Ungmennaráð - 21. fundur - 14.10.2021

Kynning og umræða um Hackathon Child Friendly Cities rafræna ráðstefnu sem fer fram 22.- 24. október. Þetta er vettvangur þar sem börn frá 14 - 18 ára aldri koma saman og læra um barnvænar borgir og vinna saman að hugmynd að því hvernig hægt er að gera borgir og bæi barnvænni.

Ungmennaráð - 23. fundur - 10.02.2022

UNICEF mun verða með fræðslu fyrir ungmennaráð 28. apríl nk.