Kjarnagata 25 - umsókn um byggingarleyfi fyrir farsímamastri

Málsnúmer 2020010011

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 753. fundur - 09.01.2020

Erindi dagsett 19. desember 2019 þar sem Hjörtur Líndal fyrir hönd Nova hf., sækir um byggingarleyfi fyrir uppsetningu farsímamasturs við hús nr. 25 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er gátlisti og samþykki lóðareiganda.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram samþykki Isavia ohf.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 758. fundur - 13.02.2020

Erindi dagsett 19. desember 2019 þar sem Hjörtur Líndal fyrir hönd Nova hf., kt. 531205-0810, sækir um byggingarleyfi fyrir uppsetningu farsímamasturs við hús nr. 25 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er gátlisti og samþykki lóðareiganda.

Innkomin umsögn Isavia 6. febrúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um að sett verði upp hindranalýsing efst á mastrið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 761. fundur - 19.03.2020

Erindi dagsett 17. mars 2020 þar sem Hjörtur Líndal fyrir hönd Nova hf., kt. 531205-0810, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af uppsetningu farsímamasturs á þaki húss nr. 25 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Lúvík D. Björnsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.