Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri - stefnumótun

Málsnúmer 2019120314

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3667. fundur - 16.01.2020

Lagt fram erindi dagsett 20. desember 2019 þar sem Þórunn Sif Harðardóttir f.h. Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Geir Kr. Aðalsteinsson f.h. Íþróttabandalags Akureyrar leggja til að Akureyrarbær móti sér stefnu um framtíð Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands með Akureyri sem sinn heimabæ. Jafnframt hvetja bréfritarar til þess að Akureyrarbær hafi frumkvæði að því að endurvekja uppbyggingarsamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið og styrkja með því vetraríþróttir á Akureyri og landinu öllu.
Bæjarráð þakkar erindið. Viðræður eru þegar hafnar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um samninginn. Jafnframt er bæjarráð að undirbúa stefnumótun um Hlíðarfjall og tengda starfsemi.