Hlíðarfjallsvegur - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2019120295

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3667. fundur - 16.01.2020

Erindi dagsett 20. desember 2019 frá Helga Pálssyni f.h. Terra Norðurlands þar sem beðið er um að ekki verði reiknuð gatnagerðargjöld á skýlisbyggingu á lóð fyrirtækisins við Hlíðarfjallsveg.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna og upplýsinga vegna málsins.

Bæjarráð - 3670. fundur - 06.02.2020

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 20. desember 2019 frá Helga Pálssyni f.h. Terra Norðurlands þar sem beðið er um að ekki verði reiknuð gatnagerðargjöld á skýlisbyggingu á lóð fyrirtækisins við Hlíðarfjallsveg. Málið var áður á dagskrá 16. janúar sl.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldson sviðsstjóri skipulagssvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindi bréfritara á grundvelli 2. mgr. í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda.