Hlíðarendi - beiðni um stofnun nýrrar lóðar

Málsnúmer 2019120283

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 329. fundur - 15.01.2020

Erindi dagsett 17. desember 2019 þar sem Sigurður Baldursson og Ingunn Baldursdóttir fyrir hönd Baldurs Halldórssonar ehf., kt. 650607-1200, óska eftir að stofnuð verði lóð úr landi Hlíðarenda, L219737, til samræmis við meðfylgjandi uppdrátt sem sýnir hnitsetta afmörkun lóðarinnar. Innan lóðarinnar er í dag dreifistöð rafmagns sem er skráð á óþinglýstri lóð með lnr. 146939.
Skipulagsráð samþykkir skiptingu lóðarinnar og afmörkun nýrrar lóðar.

Skipulagsráð bendir á nauðsyn þess að þinglýsa kvöð á lóð L219737 um aðkomu að nýrri lóð.