Söngkeppni framhaldsskólanna - styrkbeiðni 2020

Málsnúmer 2019120222

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3667. fundur - 16.01.2020

Erindi móttekið 20. nóvember 2019 frá Örlygi Hnefli Örlygssyni f.h. starfshóps

Söngkeppni framhaldsskólanna 2020 þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ vegna framkvæmdar keppninnar og dansleiks. Óskað er eftir afnotum af Íþróttahöllinni á Akureyri sem styrk við framkvæmd keppninnar, frá lokun hallarinnar þann 15. apríl og til loka dags 19. apríl, en keppnin fer fram að kvöldi 18. apríl.
Bæjarráð samþykkir að styrkja viðburðinn sem nemur leigu í Íþróttahöllinni og vísar málinu að öðru leyti til samfélagssviðs.