Aðalskipulag - umsókn um breytingu á skipulagi, reiðbrú

Málsnúmer 2019120136

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 328. fundur - 18.12.2019

Erindi dagsett 11. desember 2019 frá Þóri Guðmundssyni þar sem hann fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir að ný brú yfir Glerá, sem Landsnet hefur í hyggju að byggja sem strengjaleið, verði einnig nýtt sem göngu- og reiðstígabrú. Því er óskað eftir skipulagsbreytingu með það í huga.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta útbúa tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 329. fundur - 15.01.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við bókun skipulagsráðs 18. desember 2019. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að nýta megi fyrirhugaða lagnabrú Landsnets yfir Glerárgil sem reið- og göngubrú. Felur það í sér að afmörkuð er ný reiðleið og útivistarleið þar sem lagnabrúin er fyrirhuguð. Þá er einnig gerð sú breyting að afmörkuð er útivistarleið samhliða reiðleið yfir núverandi brú sem er um 300 metrum neðar í Glerárgili.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

Skipulagsráð vekur athygli á því að í vinnslu er stígaskipulag fyrir Akureyri og gæti það haft áhrif á endanlega legu stíga.

Bæjarstjórn - 3466. fundur - 21.01.2020

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við bókun skipulagsráðs 18. desember 2019. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að nýta megi fyrirhugaða lagnabrú Landsnets yfir Glerárgil sem reið- og göngubrú. Felur það í sér að afmörkuð er ný reiðleið og útivistarleið þar sem lagnabrúin er fyrirhuguð. Þá er einnig gerð sú breyting að afmörkuð er útivistarleið samhliða reiðleið yfir núverandi brú sem er um 300 metrum neðar í Glerárgili.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

Skipulagsráð vekur athygli á því að í vinnslu er stígaskipulag fyrir Akureyri og gæti það haft áhrif á endanlega legu stíga.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem felst í að gert er ráð fyrir að nýta megi fyrirhugaða lagnabrú Landsnets yfir Glerárgil sem reið- og göngubrú og jafnframt verði afmörkuð útivistarleið samhliða reiðleið yfir núverandi brú sem er um 300 metrum neðar í Glerárgili.