Erindi dagsett 26. nóvember 2019 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir sækir fyrir hönd lóðareigaenda um breytingu á deiliskipulagi eignarlóðar við Aðalstræti 60-64. Um er að ræða skiptingu eignarlóðarinnar í fjórar lóðir. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við fyrirspurn. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á umsækjanda og Akureyrarbæ er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar endanlegur breytingaruppdráttur berst frá umsækjanda.