Endurnýjun samskiptastrengs í Hrísey

Málsnúmer 2019110417

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 328. fundur - 18.12.2019

Erindi dagsett 21. nóvember 2019 þar sem Hjalti Steinn Gunnarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um leyfi fyrir endurnýjun samskiptastrengs í Hrísey. Nýi strengurinn (ljósleiðari) mun liggja frá dælustöð ofan Miðbrautar, að vatnsveitutanki og þaðan að gömlu dælustöðinni. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við samskiptastrenginn og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins með eftirfarandi skilyrðum:

- Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

- Frágangur yfirborðs þarf að vera unninn í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.