Furulundur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2019110338

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 327. fundur - 27.11.2019

Erindi dagsett 20. nóvember 2019 þar sem Árni Kristjánsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá göngustíg við Mjólkursamlagið til austurs að Furulundi 39. Meðfylgjandi er skýringarmynd sem sýnir fyrirhugaða legu strengsins. Um er að ræða framkvæmd sem var ekki hluti af framkvæmdaleyfi sem samþykkt var í skipulagsráði 10. apríl 2019.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við ljósleiðara og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins með eftirfarandi skilyrðum:

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

- Frágangur þarf að vera unninn í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.