Búsetusvið - möguleg kaup á fasteign við þjónustukjarna í Hafnarstræti

Málsnúmer 2019110309

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1311. fundur - 20.11.2019

Guðrún Guðmundsdóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram minnisblað um kaup á íbúð í nálægð við þjónustukjarna í Hafnarstræti 28-30.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillögu um kaup á íbúð og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3664. fundur - 05.12.2019

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 20. nóvember 2019:

Guðrún Guðmundsdóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram minnisblað um kaup á íbúð í nálægð við þjónustukjarna í Hafnarstræti 28-30.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir tillögu um kaup á íbúð og vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.