Umgengni í bæjarlandinu

Málsnúmer 2019110163

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 68. fundur - 15.11.2019

Rætt um umgengni í bæjarlandinu og þá sérstaklega hvað varðar bílhræ, gáma og annað rusl.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hvetur fólk og fyrirtæki í Akureyrarbæ til þess að bæta umgengni um sitt nærumhverfi. Umgengni er víða óásættanleg og ráðið mun fylgja því betur eftir á næstunni að almenningur og fyrirtæki fjarlægi númerslausa bíla, gáma og annað rusl, sem víða hefur legið óhreyft í langan tíma.