Hólasandslína 3, lagning ídráttarröra undir vestur kvísl Eyjafjarðarár - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2019110082

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 326. fundur - 13.11.2019

Erindi Friðriku Marteinsdóttur dagsett 7. nóvember 2019, f.h. Landsnets, kt. 580804-2410, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 170 m langra ídráttarröra fyrir tvö 220kV jarðstrengjasett í og undir vestustu kvísl Eyjafjarðarár. Er áætlað að vinna að framkvæmdum samhliða byggingu brúar og lagningu stígs á þessu sama svæði.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess þar til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar er varðar framkvæmdina hefur tekið gildi.

Skipulagsráð - 329. fundur - 15.01.2020

Erindi Friðriku Marteinsdóttur dagsett 7. nóvember 2019 f.h. Landsnets hf., kt. 580804-2410, þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu 170 m langra ídráttarröra fyrir tvö 220 kV jarðstrengjasett í og undir vestustu kvísl Eyjafjarðarár. Er áætlað að vinna að framkvæmdinni samhliða byggingu brúar og lagningu stígs á þessu sama svæði. Erindinu var frestað á fundi skipulagsráðs 13. nóvember 2019 þar sem breyting á Aðalskipulagi Akureyrar sem varðar framkvæmdina hafði ekki tekið gildi í b-deild Stjórnartíðinda. Aðalskipulagsbreytingin tók gildi með auglýsingu sem birtist þann 2. janúar 2020 og er umsóknin því tekin fyrir að nýju. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dagsett 9. janúar 2020 um að framkvæmdin sé ekki háð leyfi stofnunarinnar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við lagningu ídráttarröra, sem er í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag, mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar þar um og leggur til við bæjarstjórn að útgáfa framkvæmdarleyfisins verði samþykkt.


Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Bæjarstjórn - 3466. fundur - 21.01.2020

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2020:

Erindi Friðriku Marteinsdóttur dagsett 7. nóvember 2019 f.h. Landsnets hf., kt. 580804-2410, þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu 170 m langra ídráttarröra fyrir tvö 220 kV jarðstrengjasett í og undir vestustu kvísl Eyjafjarðarár. Er áætlað að vinna að framkvæmdinni samhliða byggingu brúar og lagningu stígs á þessu sama svæði. Erindinu var frestað á fundi skipulagsráðs 13. nóvember 2019 þar sem breyting á Aðalskipulagi Akureyrar sem varðar framkvæmdina hafði ekki tekið gildi í b-deild Stjórnartíðinda. Aðalskipulagsbreytingin tók gildi með auglýsingu sem birtist þann 2. janúar 2020 og er umsóknin því tekin fyrir að nýju. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dagsett 9. janúar 2020 um að framkvæmdin sé ekki háð leyfi stofnunarinnar.

Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við lagningu ídráttarröra, sem er í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag, mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar þar um og leggur til við bæjarstjórn að útgáfa framkvæmdarleyfisins verði samþykkt.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum útgáfu framkvæmdarleyfis fyrir lagningu 170 m langra ídráttarröra fyrir tvö 220 kV jarðstrengjasett í og undir vestustu kvísl Eyjafjarðarár.