Menningarhúsið Hof - 10 ára afmæli 2020

Málsnúmer 2019110062

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 288. fundur - 07.11.2019

Sviðsstjóri og deildarstjóri hafa að beiðni fulltrúa Menningarfélags Akureyrar átt fund með þeim um afmælið á næsta ári þar sem ýmsar hugmyndir um hvað mætti gera til hátíðarbrigða hafa verið ræddar. Niðurstaðan er að leggja til við stjórn Akureyrarstofu að skipuð verði afmælisnefnd í samstarfi við stjórn MAk. Nefndin leggi fram tillögur um hvernig þessum tímamótum verði fagnað.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar hugmyndinni og felur deildarstjóra að vinna hana áfram.

Stjórn Akureyrarstofu - 290. fundur - 05.12.2019

Deildarstjóri Akureyrarstofu kynnti hugmynd að skipan afmælisnefndar vegna 10 ára afmælis Hofs á árinu 2020.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Þórgný Dýrfjörð og Finn Dúa Sigurðsson sem fulltrúa í afmælisnefnd.