Umsókn um styrk til að lagfæra göngustíg upp á Súlur við Akureyri

Málsnúmer 2019110023

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 288. fundur - 07.11.2019

Erindi dagsett 26. október 2019 frá Ingvari Teitssyni formanni Gönguleiðanefndar FFA þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til að gera nýjar mýrarbrýr á gönguleiðinni upp á Súlur.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk til Ferðafélags Akureyrar að upphæð kr. 200.000.

Í starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 eru markmið og verkefni um bættar og samræmdar merkingar á göngu- og hjólaleiðum á Akureyri. Stjórnin felur starfsmönnum Akureyrarstofu að taka upp viðræður við Ferðafélag Akureyrar og aðra hagsmunaaðila um þessi verkefni.