Úrbótaáætlun Héraðsskjalasafnsins

Málsnúmer 2019110022

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 288. fundur - 07.11.2019

Í desember 2018 fengu rekstraraðilar Héraðsskjalasafnsins á Akureyri (HérAk) sendar tvær skýrslur frá Þjóðskjalasafni Íslands (ÞÍ) sem annars vegar snerta starfsemi héraðsskjalasafna á Íslandi almennt og hins vegar skýrslu um úttekt á rekstri Héraðsskjalasafnsins á Akureyri. Báðar byggja á rafrænni könnun sem gerð var í ársbyrjun 2017 og svörin byggja því á starfseminni eins og hún var í árslok 2016.Héraðsskjalavörður hefur tekið saman greinargerð um viðbrögð við þeim atriðum sem talin eru mega betur fara en jafnframt áréttað að ekki liggi ljóst fyrir þau séu öll á ábyrgð héraðsskjalasafna. Greinargerðin lögð fram til kynningar og samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu staðfestir úrbótaáætlunina fyrir sitt leyti. Ljóst er að starfsemi safnsins gengur í aðalatriðum vel og auðvelt að koma til móts við flestar ábendingar.Eitt af því sem er til umræðu í úrbótaáætluninni er móttaka rafrænna gagna. Það verkefni verður að teljast ófrágengið mál á landsvísu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort það verður leyst miðlægt fyrir allt landið eða sérstaklega á héraðsskjalasöfnum víðsvegar.Það er eðli tækninnar að baki rafrænna gagna að hún úreldist og breytist hratt, flókið getur reynst að tryggja aðgengileika og sum gögn eru þess eðlis að ekki er nægilegt að breyta þeim í myndrænt form. Það er jafnframt höfuðkostur við gögn sem eru rafræn eða verið komið á rafrænt form að þau má nálgast hvaðan sem er.Það er því ljóst að margir kostir hjóta að vera við það að sérhæfð móttaka rafrænna gagna verði sett upp miðlægt á Íslandi. Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að beina því til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Þjóðskjalasafns Íslands að kannaðir verði kostir þess að setja upp miðlægt móttökuverkstæði rafrænna gagna fyrir Ísland allt á Akureyri þar sem bæði verði byggð upp sérhæfð þekking og tækni. Með því er jafnframt stuðlað að því markmiði að byggja upp opinbera þekkingu, störf og þjónustu á landsbyggðinni.