Ný samþykkt fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Málsnúmer 2019110021

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 288. fundur - 07.11.2019

Hljómsveitarráð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefur að undanförnu unnið að tillögu um gagngerar breytingar á skipulagsskrá hljómsveitarinnar í samvinnu við starfsfólk Akureyrarstofu. Er það gert í því ljósi að öll ábyrgð og ákvarðanir vegna reksturs og starfsemi SN hefur flust til stjórnar Menningarfélags Akureyrar og þar af leiðandi breytist hlutverk sjálfseignarstofnunarinnar og hljómsveitarráðs. Breytingarnar fela m.a. í sér að hljómsveitarráð verður listráð og hlutverk þess fyrst og fremst að vera tónlistarstjóra SN til ráðgjafar í verkefnavali, að standa vörð um sögu og vörumerki SN, að skipa einn fulltrúa í stjórn MAk og vinna að því að koma á hollvinafélagi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samþykkt fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn - 3463. fundur - 19.11.2019

Liður 8 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 7. nóvember 2019:

Hljómsveitarráð Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefur að undanförnu unnið að tillögu um gagngerar breytingar á skipulagsskrá hljómsveitarinnar í samvinnu við starfsfólk Akureyrarstofu. Er það gert í því ljósi að öll ábyrgð og ákvarðanir vegna reksturs og starfsemi SN hefur flust til stjórnar Menningarfélags Akureyrar og þar af leiðandi breytist hlutverk sjálfseignarstofnunarinnar og hljómsveitarráðs. Breytingarnar fela m.a. í sér að hljómsveitarráð verður listráð og hlutverk þess fyrst og fremst að vera tónlistarstjóra SN til ráðgjafar í verkefnavali, að standa vörð um sögu og vörumerki SN, að skipa einn fulltrúa í stjórn MAk og vinna að því að koma á hollvinafélagi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samþykkt fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti afgreiðslu stjórnar Akureyrarstofu.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun stjórnar Akureyrarstofu með 11 samhljóða atkvæðum.