Efnistaka við Glerárós - ákvörðun um matsskyldu og framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2019100380

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Lagt fram að nýju erindi Péturs Ólafssonar dagsett 4. júní 2019, f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, þar sem tilkynnt er til Akureyrarbæjar fyrirhuguð allt að 49.000 rúmmetra efnistaka af hafsbotni við Glerárós en framkvæmdin fellur undir lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000. Framkvæmdin fól í sér að gera þurfti breytingu á aðalskipulagi og tók sú breyting formlega gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þann 22. október 2019. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun dagsett 10. júlí 2019 og Umhverfisstofnun dagsett 21. ágúst 2019.
Framkvæmdin fellur undir lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Hún er tilkynningarskyld til leyfisveitanda, þ.e. Akureyrarbæjar, sem ákvarðar hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum áður en framkvæmdarleyfi verður veitt. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Akureyrarbær farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða er að efnistaka við Glerárós sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna efnistökunnar, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.