Ársreikningur 2018 - ósk um viðbótarupplýsingar

Málsnúmer 2019100353

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3658. fundur - 24.10.2019

Erindi dagsett 17. október 2019 þar sem Eiríkur Benónýsson f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga óskar eftir upplýsingum um meginástæður fyrir neikvæðri rekstrarafkomu Akureyrarbæjar á árinu 2018 umfram fjárhagsáætlun ásamt horfum í rekstri fyrir árið 2019.

Óskað er eftir að svör berist nefndinni eigi síðar en 16. nóvember nk.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3664. fundur - 05.12.2019

Bréf dagsett 28. nóvember 2019 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er nánari upplýsinga um fyrirætlan bæjaryfirvalda í rekstri A-hluta sveitarfélagsins. Óskað er eftir að svör berist nefndinni að lokinni umræðu í bæjarstjórn, eigi síðar en 15. janúar nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að svara eftirlitsnefndinni.

Bæjarráð - 3670. fundur - 06.02.2020

Lagt fram til kynningar svar Akureyrarbæjar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna tilmæla frá nefndinni um fyrirætlan bæjaryfirvalda í rekstri A-hluta sveitarfélagsins.