Eyjafjarðará, vesturkvísl - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir brú og stíg

Málsnúmer 2019100220

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu brúar og gerð stígs við vesturkvísl Eyjafjarðarár. Meðfylgjandi eru umsagnir Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Óshólmanefndar, Veiðifélags Akureyrar, Fiskistofu, Hestamannafélagsins Léttis og umsjónarmanns fiskirannsókna við Eyjafjarðará ásamt skýringarmyndum frá Eflu.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við byggingu brúar og gerð stígs við vesturkvísl Eyjafjarðarár, sem eru í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag. Er útgáfa framkvæmdarleyfis fyrir stígnum samþykkt, en þar sem bygging brúarinnar er byggingarleyfisskyld er þeim hluta málsins vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Nákvæm staðsetning hestagerðis skal ákveðin í samráði við Landsnet.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 747. fundur - 14.11.2019

Erindi dagsett 8. nóvember 2019 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir útivistar- og göngubrú yfir Eyjafjarðará, vestustu kvísl. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Berg Steingrímsson. Fyrir liggja umsagnir Fiskistofu, Hestamannafélagsins Léttis, Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Óshólmanefndar, Veiðifélags Eyjafjarðarár og umsjónarmanns fiskirannsókna við Eyjafjarðará.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 753. fundur - 09.01.2020

Erindi dagsett 8. nóvember 2019 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, sækir um byggingarleyfi fyrir útivistar- og göngubrú yfir vestustu kvísl Eyjafjarðarár. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Berg Steingrímsson. Innkomnar nýjar teikningar 30.12.2019. Fyrir liggja umsagnir frá Fiskistofu, Hestamannafélaginu Létti, Minjastofnun, Óshólmanefnd, Umhverfisstofnun, umsjónarmanni fiskirannsókna og Veiðifélagi Eyjafjarðarár
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum. Þær eru m.a. að:

- framkvæmdartími verði utan varptíma fugla.

- ekki verði röskun á landi utan framkvæmdasvæðis.

- haldið verði til haga og óskemmdu efsta gróðurlagi á raskssvæði til notkunar við lagfæringar á framkvæmdasvæði við lok verks.

- samráð verði við Veiðifélag Eyjafjarðarár á verktíma.

- gæta þess að áin komist ekki í snertingu við steypu í minnst eina viku eftir niðurlögn.