Sólskógar - nýtt götuheiti

Málsnúmer 2019100175

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Erindi dagsett 4. október 2019 þar sem lögð er fram tillaga lóðarskrárritara Akureyrarbæjar um að gatan þar sem gróðrarstöðin Sólskógar stendur við fái götuheiti.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að leita eftir tillögum að götuheiti frá nemendum í Naustaskóla í samráði við skólastjórnendur.

Skipulagsráð - 328. fundur - 18.12.2019

Á fundi skipulagsráðs 30. október 2019 var tekið fyrir erindi lóðarskrárritara Akureyrarbæjar um að gatan sem gróðrarstöðin Sólskógar stendur við fái götuheiti. Var samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að leita eftir tillögum að götuheiti frá nemendum í Naustaskóla í samráði við skólastjórnendur. Eru hér lagðar fram tillögur nemenda að götuheiti.
Skipulagsráð samþykkir að leita umsagnar nafnanefndar um fyrirliggjandi tillögur nemenda Naustaskóla.

Skipulagsráð - 332. fundur - 26.02.2020

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 4. október 2019 þar sem lögð er fram tillaga lóðarskrárritara Akureyrarbæjar um að gatan þar sem gróðrarstöðin Sólskógar stendur við fái götuheiti.

Skipulagsráð fól sviðsstjóra skipulagssviðs þann 30. október sl. að leita eftir tillögum að götuheiti frá nemendum Naustaskóla. Tillögur bárust 4. desember og voru sendar nafnanefnd til úrvinnslu.

Nafnanefndin leggur til að valið verði á milli Skógargötu og Músagötu.
Tillaga nafnanefndar var borin upp til atkvæða og fékk nafnið Skógargata 4 atkvæði og Músagata 1 atkvæði. Gatan fær því nafnið Skógargata.

Skipulagsráð þakkar nemendum Naustaskóla fyrir framlagðar tillögur.