Búsetusvið - gjaldskrá 2020

Málsnúmer 2019090605

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1311. fundur - 20.11.2019

Guðrún Guðmundóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram tillögu að óbreyttri gjaldskrá fyrir Lautina, athvarf fyrir geðfatlað fólk og 2,5% hækkun gjaldskrár í heimaþjónustu Akureyrarbæjar. Lagt er til að gjaldskrá Lautarinnar verði kaffi/te kr. 100 og hádegismatur verði kr. 600. Fyrir heimaþjónustu verði gjald vegna aðstoðar við almenn heimilisstörf og rekstur erinda hækkað úr kr. 1.357 í kr. 1.391 og gjald vegna heimsends matar hækkað úr kr. 1.302 í kr. 1.335.
Velferðarráð samþykkir samhljóða tillögu að gjaldskrá búsetusviðs fyrir árið 2020.