Deiglan í Listagili - sala/leiga húsnæðis

Málsnúmer 2019090533

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 286. fundur - 10.10.2019

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 skal kannað með sölu eða leigu á húsnæði Deiglunnar.

Lagt fram bréf frá Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni formanni Gilfélagsins dagsett 7. október 2019 þar sem óskað er eftir fundi með stjórn Akureyrarstofu vegna þessarar ákvörðunar að selja eða leigja Deigluna.

Guðmundur Ármann Sigurjónsson formaður Gilfélagsins og Sigrún Birna Sigtryggsdóttir ritari Gilfélagsins mættu á fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Guðmundi og Sigrúnu fyrir komuna á fundinn.

Er starfsmönnum falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 288. fundur - 07.11.2019

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 skal kannað með sölu eða leigu á húsnæði Deiglunnar. Málið var til umræðu á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 10. október sl. og þá var starfsmönnum falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela deildarstjóra Akureyrarstofu að ganga til samninga við Gilfélagið um mögulega leigu á húsnæðinu.