Norðurveggur Amaróhússins - listaverk og viðhald

Málsnúmer 2019090432

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 285. fundur - 26.09.2019

Erindi dagsett 16. september 2019 frá Óla Þór Jónssyni f.h. Húsfélags Amaróhússins vegna myndlistaverka sem prýða norðurvegg hússins. Til stendur að fara í viðhald á veggnum og fyrirsjáanlegt að listaverkin munu skemmast samhliða steypuviðgerðum. Fram kemur að húsfélagið hafi áhuga á að afla tekna með því að selja auglýsingapláss á veggnum og býður það Akureyrarstofu að gerast leigutaki með það fyrir augum að endurgera listaverkin svo þau megi áfram skreyta vegginn.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.