Beiðni um kaup á tækjabúnaði fyrir veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi

Málsnúmer 2019090403

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 288. fundur - 07.11.2019

Erindi dagsett 19. september 2019 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær kaupi tækjabúnað fyrir veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keyptur verði grunntækjabúnaður fyrir veitingarekstur í Hofi.

Kristján Blær Sigurðsson fulltrúi D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 68. fundur - 15.11.2019

Tekin fyrir beiðni Menningarfélags Akureyrar um kaup á tækjabúnaði fyrir veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við eigendur búnaðarins.