Gránufélagsgata 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi, fjöldi hæða

Málsnúmer 2019090374

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Erindi dagsett 6. september 2019 þar sem Sigurður Hafsteinsson, fyrir hönd húseigenda og lóðarhafa að Gránufélagsgötu 4-6, spyr hvort gera megi breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar á þann veg að heimilt verði bæta við hæð á húsið nr. 4 við Gránufélagsgötu. Felur það í sér að hámarksfjöldi hæða verði 6 í stað 5 eins og núgildandi skipulag gerir ráð fyrir og hámarkshæð verði 18,13 m í stað 15,8 m. Meðfylgjandi eru drög að aðaluppdráttum fyrirhugaðs húss.
Meirihluti skipulagsráðs heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ólafur Kjartansson V-lista og Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni og óska bókað:

Við höfnum því að breyta skipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Að mati okkar yrði bygging 6 hæða húss á þessum stað í ósamræmi við uppbyggingu aðliggjandi svæðis.