Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019090332

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 64. fundur - 20.09.2019

Teknar fyrir gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2020.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samhljóða að fresta liðnum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 66. fundur - 11.10.2019

Teknar fyrir gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2020.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir gjaldskrárnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 69. fundur - 29.11.2019

Gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar fyrir árið 2020 kynnt.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar fyrir árið 2020 óbreytta frá árinu 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 78. fundur - 15.05.2020

Breytt gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð lögð fyrir ráðið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. maí 2020:

Breytt gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð lögð fyrir ráðið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlagðar breytingar á gjaldskrá með gildistíma frá 1. júlí nk. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að breyting gjaldskrár verði vel kynnt fyrir bæjarbúum.

Bæjarstjórn - 3476. fundur - 02.06.2020

Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. maí 2020:

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. maí 2020:

Breytt gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð lögð fyrir ráðið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlagðar breytingar á gjaldskrá með gildistíma frá 1. júlí nk. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að breyting gjaldskrár verði vel kynnt fyrir bæjarbúum.

Andri Teitsson kynnti tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs og bókun bæjarráðs. Auk hans tók Gunnar Gíslason til máls.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð með gildistíma frá 1. júlí nk. með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3693. fundur - 20.08.2020

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir moldarlosunarsvæðið að Jaðri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir moldarlosunarsvæðið á Jaðri með fjórum samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3704. fundur - 05.11.2020

Lögð fram drög að auglýsingu um breytingu á gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að breyting á gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Akureyrarbæ verði auglýst og vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3484. fundur - 17.11.2020

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. nóvember 2020:

Lögð fram drög að auglýsingu um breytingu á gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að breyting á gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Akureyrarbæ verði auglýst og vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti drögin.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3485. fundur - 01.12.2020

Seinni umræða um drög að auglýsingu um breytingu á gjaldskrá vegna stöðubrota í Akureyrarbæ.

Fyrri umræða um málið fór fram í bæjarstjórn 17. nóvember sl.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytingu á gjaldskrá vegna stöðubrota í Akureyrarbæ og felur bæjarlögmanni að senda auglýsingu um breytingu á gjaldskrá til ráðherra sveitarstjórnarmála til samþykktar.