Jarðgöng undir Tröllaskaga

Málsnúmer 2019090283

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3657. fundur - 17.10.2019

Erindi dagsett 16. september 2019 frá Ólafi Jónssyni þar sem hann hvetur sveitarstjórnir og sambönd sveitarfélaga á Norðurlandi til að stofna verkefnahóp sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, annars vegar milli Hörgárdals og Skíðadals og hins vegar milli Skíðadals og Kolbeinsdals í Skagafirði.
Bæjarráð þakkar Ólafi fyrir erindið. Fyrir liggur sameiginleg bókun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um mikilvægi þessa verkefnis fyrir Norðurland.

Bæjarráð - 3658. fundur - 24.10.2019

Lögð fram til kynningar greinargerð dagsett í september 2019 um fyrri hugmyndir og tillögur að jarðgöngum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, tekin saman að ósk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akureyrarbæjar af Hreini Haraldssyni.