Skíðafélag Akureyrar - salernisaðstaða og félagsheimili í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2019090202

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 63. fundur - 25.09.2019

Fjalar Úlfarsson formaður Andrésar Andar nefndarinnar og formaður Byggingarnefndar Skíðafélags Akureyrar kom á fund ráðsins til fylgja eftir erindi sínu varðandi aðstöðu í Hlíðarfjalli á Andrés Andarleikunum og svo varðandi Félagsheimili Skíðafélags Akureyrar.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því að starfsmenn umhverfis- og mannvirkjasviðs skoði þau vandamál sem snúa að vatnssöfnun í Strýtu.

Frístundaráð getur ekki orðið við beiðni um varanlega lausn á salernisaðstöðu við Hjallabraut.

Beiðni um nýtt félagsheimili er vísað til nefndar um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.