Gæludýr í strætó - breyting á reglugerð um hollustuhætti

Málsnúmer 2019090174

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 63. fundur - 13.09.2019

Tekin fyrir beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á umsögn um drög að breytingu á reglugerð um hollustuhætti um að heimila að gæludýr verði leyfð í almenningsvögnum í þéttbýli að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um reglugerðinna enda gefur hún færi á ýmsum takmörkunum og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að senda inn umsögn út frá umræðum á fundinum.