Tillaga að gjaldskrá fræðslumála 2020 lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla gjaldskrár fyrir árið 2020 var eftirfarandi:
Gjaldskrá leikskóla var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson fulltrúi D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.
Gjaldskrá frístundar var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.
Gjaldskrá vegna skólafæðis var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá og Rósa Njálsdóttir M-lista var á móti.
Rósa Njálsdóttir M-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er stefna og vilji Miðflokksins að fæði verði gefið gjaldfrjálst í grunnskólum bæjarins og því greiði ég atkvæði gegn gjaldskrárhækkunum á fæði í mötuneytum grunnskóla Akureyrarbæjar.
Meirihluti fræðsluráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
Kostnaður við gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum er 202 milljónir á ári. Gengið er út frá því að gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum standi undir bæði hráefnis- og rekstrarkostnaði. Gert er ráð fyrir að 2,5% hækkunin sem lögð er fram muni mæta auknum hráefniskostnaði árið 2020.
Gjaldskrá Tónlistarskólans á Akureyrir var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.
Gjaldskrá leikskóla var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson fulltrúi D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.
Gjaldskrá frístundar var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.
Gjaldskrá vegna skólafæðis var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá og Rósa Njálsdóttir M-lista var á móti.
Rósa Njálsdóttir M-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er stefna og vilji Miðflokksins að fæði verði gefið gjaldfrjálst í grunnskólum bæjarins og því greiði ég atkvæði gegn gjaldskrárhækkunum á fæði í mötuneytum grunnskóla Akureyrarbæjar.
Meirihluti fræðsluráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
Kostnaður við gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum er 202 milljónir á ári. Gengið er út frá því að gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum standi undir bæði hráefnis- og rekstrarkostnaði. Gert er ráð fyrir að 2,5% hækkunin sem lögð er fram muni mæta auknum hráefniskostnaði árið 2020.
Gjaldskrá Tónlistarskólans á Akureyrir var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.
Fræðsluráð vísar gjaldskránni til bæjarráðs.