Þórunnarstræti - lagfæring á umferðareyju og gangbraut við leikskólann Hólmasól

Málsnúmer 2019080398

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Lagt fram minnisblað Jónasar Valdimarssonar, umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrar, dagsett 22. ágúst 2019 um tillögu að lagfæringu á gönguleið yfir Þórunnarstræti á móts við leikskólann Hólmasól. Felur það í sér að færa þarf gönguleið ásamt tilheyrandi eyjum um 1,5 m til suðurs. Er færslan gerð til að koma fyrir ljósastaur með kastara og blikkandi ljósi.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða færslu á gönguleið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávík frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.