Austurvegur, Eyjabyggð og Búðartangi - umsókn um breytt deiliskipulag vegna dreifikerfis

Málsnúmer 2019080319

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Erindi dagsett 16. ágúst 2019 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um að deiliskipulagi verði breytt við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey vegna styrkingar dreifikerfis Rarik. Meðal annars er fyrirhugað að setja upp spennistöð. Eru settar fram tvær tillögur að staðsetningu spennistöðvar, merkt A og B.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem miðað er við staðsetningu B í fyrirliggjandi gögnum. Er breytingin óveruleg að mati ráðsins og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar hún berst frá umsækjanda.