Dagforeldrar - jöfnunargreiðslur

Málsnúmer 2019080229

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 13. fundur - 19.08.2019

Gert er ráð fyrir að auknar niðurgreiðslur dagforeldragjalda komi til framkvæmda frá og með 1. september 2019. Horft er til þess hóps sem nær 16 mánaða aldri við innritun í leikskóla í ágúst og fær ekki tilboð um leikskóladvöl. Haustið 2019 er stefnt að innritun allra barna sem fædd eru í apríl 2018 og fyrr. Foreldrar barna sem eiga börn fædd í maí 2018 og fá ekki tilboð um leikskóladvöl eiga rétt á aukinni niðurgreiðslu frá og með október 2019 samkvæmt tillögunni.
Fræðsluráð samþykkir 10 þús. kr. niðurgreiðslu til foreldra barna sem nýta sér þjónustu dagforeldra eftir 16 mánaða aldur, frá og með 1. október 2019.