Höfðahlíð 4 - kvörtun vegna atvinnustarfsemi

Málsnúmer 2019080220

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Borist hafa kvartanir frá íbúum vegna atvinnustarfsemi við Höfðahlíð 4 og lagningu tækja við götuna sem skapar hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig fer strætó um Höfðahlíðina og því töluverð umferð um götuna.

Höfðahlíð er á íbúðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi og engar heimildir eru í deiliskipulagi um aðra starfsemi á lóðinni.
Að mati skipulagsráðs er atvinnustarfsemi á lóðinni Höfðahlíð 4 ekki í samræmi við gildandi skipulag svæðisins og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að koma því á framfæri við lóðarhafa og gera kröfur um nauðsynlegar úrbætur.