Höfðahlíð 4 - kvörtun vegna atvinnustarfsemi

Málsnúmer 2019080220

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Borist hafa kvartanir frá íbúum vegna atvinnustarfsemi við Höfðahlíð 4 og lagningu tækja við götuna sem skapar hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig fer strætó um Höfðahlíðina og því töluverð umferð um götuna.

Höfðahlíð er á íbúðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi og engar heimildir eru í deiliskipulagi um aðra starfsemi á lóðinni.
Að mati skipulagsráðs er atvinnustarfsemi á lóðinni Höfðahlíð 4 ekki í samræmi við gildandi skipulag svæðisins og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að koma því á framfæri við lóðarhafa og gera kröfur um nauðsynlegar úrbætur.

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Á fundi skipulagsráðs þann 28. ágúst 2019 fól skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að koma því á framfæri við eigendur Höfðahlíðar 4 að atvinnustarfsemi á lóðinni væri ekki í samræmi við gildandi skipulag svæðisins og að gera þyrfti kröfur um úrbætur í samræmi við það. Hefur ástandið lítið breyst og er ljóst að nokkuð umfangsmikil starfsemi er rekin á staðnum og hafa kvartanir borist frá íbúum í næsta nágrenni.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs, í samráði við byggingarfulltrúa, að fara fram á að starfsemi sem er í ósamræmi við skipulag verði hætt strax með vísun í ákvæði gr. 2.9.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.