Jarðstrengur í Hrísey

Málsnúmer 2019080191

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Erindi dagsett 8. ágúst 2019 þar sem Steingrímur Jónsson fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengja í Hrísey. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir. Eru settir fram tveir möguleikar á staðsetningu rafstrengs fyrir hluta leiðarinnar og eru valkostirnir merktir B og C.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir leið B. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Er samþykktin með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar þar sem fyrirhuguð lega jarðstrengsins er að hluta til um svæði á náttúruminjaskrá.