Hrafnagilsstræti 34 - tilkynning um framkvæmd

Málsnúmer 2019080038

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 735. fundur - 15.08.2019

Erindi dagsett 2. ágúst 2019 þar sem Vigfús Björnsson, kt. 130879-6089, leggur inn tilkynningu um minniháttar framkvæmd við hús nr. 34 við Hrafnagilsstræti. Breytingin felst í breikkun dyraops á 2. hæð. Meðfylgjandi eru burðarvirkisteikningar eftir Vigfús Björnsson og samþykkt meðeigenda í húsi á framkvæmdinni.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið tilkynningu um framkvæmdina og staðfestir að hún er innan þeirra marka sem tilgreind eru í gr. 2.3.5. núgildandi byggingarreglugerðar.

Tilkynna skal til skipulagssviðs þegar framkvæmd er lokið og skila lýsingu í samræmi við 5. málsgrein greinar 2.3.6. í byggingarreglugerð.