Aðstöðumál frjálsíþróttadeildar KFA

Málsnúmer 2019070366

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 59. fundur - 14.08.2019

Erindi dagsett 26. júní 2019 frá stjórn frjálsíþróttadeildar KFA vegna aðstöðumála félagsins, óásættanlegs rógburðar í garð þjálfara deildarinnar og vinnubragða ÍBA í málefnum KFA-frjálsar frá stofnun deildarinnar.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð bendir á að samkvæmt samþykktri íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA skal aðeins ein íþróttagrein vera stunduð í einu félagi að knattspyrnu og handbolta undanskildum. Samkvæmt mati ÍBA er UFA frjálsíþróttafélagið á Akureyri og nýtur forgangs er varðar úthlutun tíma. Er varðar rógburð í garð þjálfara deildarinnar getur frístundaráð ekki tekið afstöðu til þess.