Geirþrúðarhagi 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019070195

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Erindi dagsett 1. júlí 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Geirþrúðarhaga. Sótt er um hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,770 í 0,850, þannig að byggingarmagn verði 1.540 fermetrar. Einnig er óskað eftir að svalir íbúða megi fara 1,9 m út fyrir byggingarreit í stað 1,6 m, að byggingarreitur stigahúss stækki um 0,6 m og að bílastæðum verði fjölgað um 6 og verði alls 23. Verður sett snjóbræðslulögn í gangstétt meðfram bílastæðum. Gert er ráð fyrir allt að 19 íbúðum í húsinu. Þá er bent á að æskilegt væri að færa byggingarreit bílakjallara á lóð Kjarnagötu 57 fjær lóðarmörkum þannig að hann verði í t.d. 4 m fjarlægð í stað 0,5 m. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Harald Árnason.
Skipulagsráð telur ekki æskilegt að minnka byggingarreit bílakjallara á lóð Kjarnagötu 57 og vegna nálægðar við hann er ekki samþykkt að hækka nýtingarhlutfall á lóðinni Geirþrúðarhaga 1.


Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting sem varðar svalir, stigahús og stækkun bílastæða til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga að mati ráðsins og er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana með vísun í heimild 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Er skipulagssviði falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar endanleg gögn liggja fyrir frá umsækjanda.