Oddeyrarbót 1 - umsókn um tímabundið byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús

Málsnúmer 2019060525

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Erindi móttekið 21. júní 2019 þar sem Halldór Áskelsson fyrir hönd Halldórs Áskelssonar ehf., kt. 610208-1690, sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi, 20 feta gámi, á lóðinni nr. 1 við Oddeyrarbót. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð samþykkir að veita stöðuleyfi til 1. nóvember 2019. Nánari staðsetning verði í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.

Jafnframt felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda sem og aðra lóðarhafa á svæðinu um framtíðaruppbyggingu með það að markmiði að varanleg mannvirki komi í staðinn fyrir þau tímabundnu sem risið hafa.