Skarðshlíð 6F - fyrirspurn um lokun svala

Málsnúmer 2019060456

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 729. fundur - 28.06.2019

Erindi dagsett 9. júní 2019, mótekið 18. júní 2019, þar sem Jón Aðalsteinn Hermannsson sendir inn fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að loka svölum íbúðar að Skarðshlíð 6F með glervegg.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en sækja þarf um byggingarleyfi með aðaluppdráttum og samþykki meðeigenda í húsinu.