Íþróttafélagið Þór - dansleikur í Boganum

Málsnúmer 2019060361

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 58. fundur - 21.06.2019

Erindi dagsett 20. júní 2019 frá Reimari Helgasyni framkvæmdarstjóra Þórs þar sem félagið óskar eftir leyfi til að halda dansleik í Boganum 6. júlí nk.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Ellert Örn Erlindsson sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindið.

Frístundaráð - 76. fundur - 06.05.2020

Erindi dagsett 21. apríl 2020 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leyfi til að halda lokaball Pollamóts Þórs í Boganum þann 4. júlí nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess þar sem ekki er hægt að segja til um á þessari stundu hvernig staðan á COVID-19 verður á komandi vikum og mánuðum og hvort hægt verði að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram á hverjum tíma.

Frístundaráð - 78. fundur - 24.06.2020

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. apríl 2020 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leyfi til að halda lokaball Pollamóts Þórs í Boganum þann 4. júlí nk. Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 6. maí sl.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindið með þeim takmörkunum sem gilda og að því tilskyldu að farið verði eftir þeim tilmælum sem Almannavarnir hafa sett fram.