Strandgata 29 - umsókn um merkt bílastæði

Málsnúmer 2019060334

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 318. fundur - 26.06.2019

Erindi dagsett 19. júní 2019 þar sem Bjarni Gunnarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um að fá að merkja bílastæði yfir sumarmánuði fyrir framan hótel Hrímland við Strandgötu 29. Meðfylgjandi eru myndir.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð getur ekki orðið við óskum um sérmerkt bílastæði á landi bæjarins í samræmi við sambærilegar afgreiðslur.